Í nótt var víða kalt inn til landsins og þannig fór frostið í tæp 10 stig í Húsafelli segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Næstu nótt og á morgun mun að líkindum ná að snjóa lítillega nokkuð víða um landið vestan- og norðanvert með háloftadragi sem fer suður yfir landið. Loftkuldinn á landsvísu nær trúlega hámarki með N-átt og þurru lofti á föstudag og fram á laugardag. Þann dag eru líkur til þess að litlir úrkomubakkar með slyddu eða snjókomu gæti komið af af hafi sunnan- eða suðvestanlands.

Á mánudag verða síðan breytingar skv. eiginlega öllum spám. Fyrirstöðuhæðin vestan Grænlands koðnar niður og í stað hennar komin myndarleg lægð suðvestur af Íslandi með eins og spákort GFS á mánudag kl. 12 sýnir vel. Með henni skil úr suðri, úrkoma SA- og A-áttir og hlýnandi veður.

Breytingin í lofthringrásinni má m.a. annars rekja til þess að þessa dagana á sér stæða tilfærsla á uppstreymissvæðum við miðbaug. Þúaueru að flytjast frá Indlandshafi og yfir til Indónesóu og Kyrrahafs. Ein afleiðing þess eru breytingar, sem vara munu a.m.k. í einhverja daga á bylgjugangi vestanvindabeltisins. Þar með fari lægða á okkar slóðum.

Kortið er fengið að láni af netmiðlunum ( frá @Superchri90) Sýnir upp- og niðurstreymissvæðin á frekar illskiljanlegan mælikvarða hátt uppi í veðrahvolfinu (200 hPa). Örvarnar benda á tilfærslu næstu daga. Gildistíminn er 9. okt kl. 00. En kortið er litríkt og lýsandi!