Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fór ítarlega yfir stöðu öryrkja á vinnumarkaði á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þuríður Harpa benti ráðherra á að hið opinbera yrði að tryggja framboð hlutastarfa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Katrín tók undir þetta markmið. Hún hefur jafnframt lýst því opinberlega að hún muni setja í gang vinnu til að bæta úr og vill fá sveitarfélög til samstarfs. Hún segir einnig mikilvægt að atvinnurekendur taki þátt í þessu máli.

Ítarlega er fjallað um málið á vef ÖBÍ: Hér