Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.01.2019 vegna tilboða í endurnýjun á lýsingu í íþróttasali íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Ingvi Óskarsson ehf 7.383.261,-
Raffó ehf 7.892.770,-
Kostnaðaráætlun 8.440.714,-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Ingva Óskarsonar ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.