Afkomendur Dóru Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar færðu Fjallabyggð að gjöf verk sem unnið var af Dóru í samvinnu við Höllu Haralds listakonu frá Siglufirði. Halla teiknaði myndina á striga en Dóra rýjaði úr plötulopa. Verkið vann hún meðan þau hjón bjuggu á Siglufirði en eiginmaður Dóru, Sigurður Sigurðsson var læknir á Siglufirði á árunum 1962 til 1972. 

Var það vilji afkomenda Dóru og Sigurðar að verkið, sem er einstaklega fallegt,  fái góðan stað til frambúðar í Fjallabyggð en systkinin sem gefa verkið eiga öll góðar minningar frá æskuárum þeirra á Siglufirði.

Verkinu sem er 180 cm x 230 cm verður nú fundinn staður til frambúðar þar sem gestir og gangandi fá notið þess.

Fjallabyggð þakkar kærlega höfðinglega gjöf.