Tónlistarmaðurinn Pétur Örn gaf út lagið Andað af væntanlegri sólóplötu sinni föstudaginn 15. janúar og fylgir tónlistarmyndband.

Lagið er unnið ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni sem hefur staðið á bakvið mörg af vinsælustu lögum landsins í gegnum tíðina.

Lagið og myndbandið lýsir þeim óvæntu breytingum og stefnu sem lífið getur tekið fyrirvaralaust.

Lagið Andað verður flutt í þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag milli 13 og 15.

Mynd: skjáskot úr myndbandi