Fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar að Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna alþrifa nokkrar nætur í vikunni.

Lokað verður í kvöld, mánudaginn 13. júní, þriðjudaginn 14. júní og miðvikudaginn 15. júní og verður lokunin alla dagana frá klukkan 22:00 til 06.30 og verður umferð beint um Hvalfjörð um veg 47.

Hvalfjarðargöng. Skjáskot/Spölur.is