Í kvöld föstudaginn 10. janúar verður fullt tungl í fyrsta sinn á þessu ári. Fyrst tunglið er fullt svo snemma í ár verða þrettán full tungl árið 2020.

Í október verður tunglið fullt tvisvar. Seinasta fulla tungl ársins verður svo 30. desember.

Fólk er hvatt til að kíkja á tunglið í kringum klukkan 19:20 í kvöld ef veður leyfir. Þá verður tunglið dýpst innan í hálfskugga Jarðar og gæti sýnst ögn daufara en venjulega.

Yfirleitt er mjög erfitt að koma auga á hálfskuggamyrkva en frá okkur séð verður neðsti hluti tunglsins einna dekkstur.

 

Heimild: Stjörnufræðivefurinn