Hljómsveitin Fussumsvei sendi frá sér 15 laga plötu þann 4. júlí, sem ber heitið Fussum og sveium og er nú aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.

Hvert lag á plötunni segir stutta sögu – meðal annars um dagdrauma glæpamanns, endurkjör formanns og svefnlausar nætur í blokk vegna partýstands.

Platan á Spotify

Í Fussumsvei eru Valur Arnarson, Ólafur Unnarsson, Kolbeinn Tumi Haraldsson, Sigurður Óskar Lárus Bragason og Garðar Guðjónsson. Auk þeirra má heyra bakraddir Estherar Jökulsdóttur og Ástu Birnu Orellana Björnsdóttur í fjórum lögum, auk gítarleiks Ólafs Brynjars Bjarkasonar í nokkrum þeirra.