Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest veiðitímabil rjúpu í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudögum og til og með þriðjudögum á tímabili sem ákveðið er sérstaklega innan hvers veiðisvæðis:

Austurland                  24. október – 22. desember

Norðausturland          24. október – 2. desember

Norðvesturland          24. október – 18. nóvember

Suðurland                   24. október – 11. nóvember

Vesturland                  24. október – 2. desember

Vestfirðir                    24. október – 18. nóvember

Ítrekað er að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra.

Fyrirkomulag rjúpnaveiði í ár byggir á þeim grunni sem lagt var upp með í samvinnu hagaðila við gerð stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpnastofninn sem undirrituð var síðastliðið haust. Lagt er upp með að það hafi jákvæð áhrif á bæði rjúpnastofninn og alla hagaðila

Verndarsvæði verður á Reykjanesi líkt og undanfarin ár.

Er veiðimönnum bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum og eru þeir hvattir til góðrar umgengi um náttúru landsins.

Mynd/Hugi Ólafsson