Í kvöld hefst vetrarstarf Karlakórsins í Fjallabyggð.

Fyrsta æfing vetrarins verður í Tónskólanum á Siglufirði í kvöld kl. 19. Kórfélagar eru beðnir að taka með sér nóturnar frá í vor, byrjað verður á upprifjun og spjalli.

Stjórnandi kórsins er enn sem fyrr, Elías Þorvaldsson.