Vegagerðin hefur gefið út fyrstu snjóflóðaviðvörun vetrarins og tekur óvissustig vegna snjóflóðahættu á veginum um Ólafsfjarðarmúla gildi klukkan tíu í kvöld.
Tilkynningin var send í sms-skilaboðum til íbúa á svæðinu.
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálka eða hálkublettir eru víða á Norðurlandi, með éljagang en eitthvað er um snjóþekju.