Haldinn var fyrsti fundur framkvæmda-, hafna- og veitunefndar Fjallabyggðar í ágúst.
Í nefndinni sitja Tómas Atli Einarsson formaður, Ægir Bergsson aðalmaður og Jón Kort Ólafsson aðalmaður. Sæbjörg Ágústsdóttir sat fundinn sem varamaður. Af hálfu sveitarfélagsins sátu fundinn Þórir Hákonarson bæjarstjóri og Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri. Guðmundur Gauti Sveinsson boðaði forföll.
1. Erindisbréf nefndarinnar
Kynnt var erindisbréf nefndarinnar sem þegar hafði verið samþykkt í bæjarstjórn. Nefndarmenn höfðu kynnt sér það áður.
2. Fundadagatal 2025
Uppfært fundadagatal fyrir síðustu mánuði ársins var lagt fram. Stefnt er að því að nefndin fundi mánaðarlega og verður skipulag funda rætt nánar síðar.
3. Framkvæmdaáætlun 2025
Farið var yfir stöðu framkvæmdaáætlunar ársins. Nefndin gerði engar athugasemdir við stöðuna eins og hún liggur fyrir.
4. Framkvæmdaáætlun 2026
Vinnuskjal um fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári var kynnt. Áfram verður unnið að tillögum og kostnaðarmati áður en endanleg áætlun liggur fyrir.
5. Fráveitukerfi í Ólafsfirði
Sviðsstjóri kynnti stöðu mála varðandi fráveituna. Nefndin óskaði eftir frekari upplýsingum og að hraðað verði úttekt á kerfinu, líkt og gert var í Siglufirði á síðasta ári.
6. Fráveitukerfi á Siglufirði
Rætt var um stöðu framkvæmda á fráveitunni. Óskað var eftir að skýrsla Verkís yrði kynnt nefndarmönnum á næsta fundi.
7. Rekstur Fjallabyggðarhafna
Hafnarstjóri fór yfir rekstrarstöðu hafnarsjóðs fyrstu sjö mánuði ársins. Rekstur er í samræmi við áætlanir en hafnarvörður hefur sagt upp starfi sínu. Nefndin lagði áherslu á að skoða hagræðingu í rekstri og óskaði eftir tillögum um starfsmannahald og rekstrarþætti fyrir næsta fund.
8. Flotbryggja í Siglufirði
Fjallað var um hugmyndir að færslu flotbryggju í innri höfn. Nefndin fól hafnarstjóra og sviðsstjóra að leita ráðgjafar Vegagerðar og leggja fram tillögur að reglum um úthlutun leguplássa og skipulag.
9. Önnur mál 2025
Rætt var um undirbúning framkvæmda næsta árs. Lagt var til að fundað verði tímanlega með verktökum svo þeir geti skipulagt starfsemi sína. Óskað var eftir kynningu á innkaupareglum sveitarfélagsins, samantekt um sorphirðu og förgun, upplýsingum um nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði og skoðun á löndunarkrönum með tilliti til frágangs og merkinga.
10. Gjaldtaka skemmtiferðaskipa
Lögð fram skýrsla um efnahagsleg áhrif af gjaldtöku. Komum skemmtiferðaskipa hefur fækkað úr 34 árið 2025 í aðeins 9 á næsta ári. Nefndin lýsti áhyggjum af þessari þróun og tók undir bókun bæjarráðs um að skora á stjórnvöld að endurskoða lagasetningu.
11. Aflatölur 2025
Hafnarstjóri kynnti aflatölur fyrir tímabilið 1. janúar til 31. júlí. Á Siglufirði hefur verið landað 6.100 tonnum samanborið við 7.200 tonn á sama tímabili í fyrra. Í Ólafsfirði hefur verið landað 57 tonnum samanborið við fyrra ár.