Laugardaginn 21. september afhenti Þórarinn Hannesson formaður félagsins Síldarævintýri á Siglufirði Magnúsi Magnússyni formanni björgunarsveitarinnar Stráka 50.000 kr. styrk vegna aðgangs ungmenna að sigturni sveitarinnar á Síldarævintýrinu.

Það var Rammi hf sem styrkti Síldarævintýrið vegna þessa liðar í dagskránni og ungliðasveit björgunarsveitarinnar, Smástrákar, sá um framkvæmdina. Er styrkurinn greiðsla vegna þeirrar vinnu og verður notaður til að kaupa meiri búnað t.d. hjálma, línur o.fl.

Þegar afhendingin fór fram voru nemendur í útivistaráfanga Menntaskólans á Tröllaskaga við þjálfun í turninum ásamt kennurum sínum.

.

Myndir: Síldarævintýrið á Siglufirði