Þátturinn Síld og fiskur verður sendur út beint frá hljóðveri FM Trölla á Hvammstanga alla sunnudaga frá kl. 20:00 – 22:00.

Stjórnendur þáttarins eru hjónaefnin Birta Þórhallsdóttir og Sigurvald Ívar Helgason, en þau eru þekkt fyrir mikið og vandað menningarstarf í Húnaþingi vestra og víðar.

Þátturinn er sendur út beint frá Holt -menningarsetur -Hvammstanga.

🍺 Í tilefni af því að þrjátíu ár eru liðin síðan frelsisbaráttu bjórdrykkjufólks lauk og bjórinn varð aftur löglegur drykkur á Íslandi, þá verður þátturinn í kvöld að miklu leyti helgaður B J Ó R. 🍺


Fyrir þá sem ná ekki FM Trölla er hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is