Árskort með Strætó á milli Siglufjarðar og Reykjavíkur kostar 1.944.000 kr. Hvert gjaldsvæði með Strætó kostar á ársgrundvelli 72.000 kr. og eru 27 gjaldsvæði á milli Siglufjarðar og Reykjavíkur.

Á milli Siglufjarðar og Akureyrar kostar árskort 432.000 kr. og teljast 6 gjaldsvæði á milli Akureyrar og Siglufjarðar.

Að sögn Markúsar Vilhjálmssonar Sölu- og markaðsfulltrúa hjá Strætó eru árskortin almennt ekki hugsuð á löngum köflum, þar sem ábatinn af árskorti fæst helst ef leiðin sé farin á hverjum degi. Það er enginn afsláttur á tímabilskortum í boði hjá Strætó.

Almennt fargjald með Strætó á milli Siglufjarðar og Reykjavíkur kostar fram og til baka 23.490 kr.

 

Engir afslættir veittir utan stór-höfuðborgarsvæðisins.

  • Krakka- og ungmennakort – Börn, ungmenni og nemendur frá 6 ára aldri eiga kost á að kaupa sér árskort í Strætó á sérkjörum. Kortið gildir á stór-höfuðborgarsvæðinu.
  • Nemakort – Nemar sem eru 18 ára eldri geta keypt 6 mánaða kort eða árskort á sérkjörum. Kortið gildir á stór-höfuðborgarsvæðinu.
  • Aldraðra- og öryrkjakort – Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á árskortum á sérkjörum. Kortið gildir á stór-höfuðborgarsvæðinu.


Verð á Strætómiðum er:

Fullorðnir (20 miðar) Verð 8.700 kr.
12-17 ára (20 miðar) Verð 3.150 kr.
6 – 11 ára (20 miðar) Verð 1.360 kr.
Öryrkjar og aldraðir (20 miðar) Verð 2.730 kr.

 

Frétt og mynd: Kristín Sigurjónsdóttir