Brunavarnir Húnaþings vestra hafa nýlega tekið við myndarlegum styrk frá Gærunum, sem nýtist til kaupa á búnaði fyrir slökkviliðsmenn sveitarfélagsins.
Að þessu sinni var styrknum varið í ullarundirföt og nýja vinnuvettlinga fyrir alla liðsmenn.
Gærurnar afla styrkja með söfnun og sölu á nytjamarkaði og hafa um árabil stutt við ýmis verkefni og félagasamtök í samfélaginu. Brunavarnir Húnaþings vestra lýsa ánægju með stuðninginn og benda á að búnaður af þessu tagi sé mikilvægur fyrir öryggi og starfsaðbúnað slökkviliðsmanna.
Liðsmenn Brunavarna Húnaþings vestra þakka Gærunum fyrir framlagið og sega slíkan stuðning skipta miklu máli fyrir starfsemi brunavarna í sveitarfélaginu.
Gærurnar hafa í gegnum tíðina látið til sín taka í sveitarfélaginu svo um munar, sjá má fleiri fréttir af þeim: HÉR
Mynd/Húnaþing vestra




