Gunnlaugur Vigfússon, Þorgeir Bjarnason og Bjarni Árnason voru í dósasöfnunni á Siglufiði síðdegis í gær.

Það var í árslok 1995 sem Gunnlaugur og Ingibjörn Jóhannsson hófu að safna dósum til styrktar illa stöddu Knattspyrnufélagi Siglufjarðar.

Því hefur Gulli haldið áfram óslitið síðan og í seinni tíð með Bjarna, Þorgeiri og Vali Bjarnasyni.

Á þessum tæpum þrem áratugum hafa tugir milljóna safnast til styrktar knattspyrnunni í Fjallabyggð.

Nú síðast gáfu þeir öllum börnum og unglingum sem æfa með K.F. búninga og töskur að verðmæti 5 milljónir króna.

Ljóst er að þessi öflugi hópur hefur unnið ómetanlegt starf í þágu fótboltans í Fjallabyggð sem seint eða aldrei verður fullþakkað.

Mynd og heimild/ Björn Valdimarsson
Sjá nánar ljósmyndir Björns Valdimarssonar af fólkinu í Fjallabyggð á www.bjornvald.is