Í marga áratugi hefur sumardagurinn fyrsti verið haldinn hátíðlegur á Hvammstanga með skrúðgöngu um staðinn með viðkomu við sjúkrahúsið.
Oftast hefur traktor með vagn í eftirdragi farið fyrir skrúðgöngunni og svo var einnig nú, en á tímabili var notast við Landrover til að draga vagninn.
Eftir skrúðgönguna var dagskrá í Félagsheimilinu samkvæmt hefðinni og afhenti Vetur konungur Sumardísinni veldissprota sinn. Fluttir voru valdir kaflar úr Ástardrykknum og hátíðahöldunum lauk svo með veglegu bingói í boði fyrirtækja á svæðinu.
Birgir Karlsson á Hvammstanga tók þessar myndir í gær og færum við honum bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að birta þær hér.









Myndir: Birgir Karlsson