Þátturinn Gestaherbergið verður á dagskrá í dag klukkan 17.
Þátturinn er sendur út í beinni útsendingu úr stúdíóum 3 og 9. Já, það var að bætast við enn eitt stúdíóið hjá FM Trölla.
Ástæðan er sú að Helga getur ekki verið með í dag en í stað hennar mun Daníel sitja við hljóðnemann sinn í Mosfellsbæ.
Nefndur Daníel er enginn annar en Daníel Stefán Halldórsson eða Danni Bón eins og hann kallar sig stundum. Hann mun segja betur frá því í þættinum.

Þema dagsins í dag verður Hvenær kemur vorið. Það vita Íslendingar svo sem ágætlega, að vorið kemur oft rétt fyrir sauðburð og svo aftur rétt áður en sumarið hefst. Og sumarið hefst oft viku fyrir göngur og réttir sem eru í fyrrihluta september.

Tónlistarhorn Juha verður á dagskrá og einnig verður kíkt á fréttir vefmiðlanna en að öðru leiti er þátturinn lítið undirbúinn, eins og venjulega.

Missið ekki af þættinum Gestaherbergið á FM Trölla og á trölli.is kl 17:00 til 19:00.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.