Gestaherbergið verður að vanda á dagskrá í dag á milli klukkan 17 og 19 að íslenskum tíma.

Helga og Palli verða með franskt þema í dag sem þýðir að einhver slatti af frönskum lögum verður spilað í þættinum.
Og að sjálfsögðu verða óskalögin spiluð líka, allavega þau tvö sem búið er að leggja inn pöntun fyrir.

Þátturinn er sendur út beint úr stúdíói III, það er að segja gestaherberginu að Kullerødsvingen í Sandefjord í Noregi.
Þátturinn er ekki enn kominn í sumarfrí og ekki enn vitað hvenær, eða jafnvel hvort hann fer í sumarfrí. Það verður, eins og oft er sagt, tíminn að leiða í ljós.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl 17.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is