Þátturinn Gestaherbergið verður á dagskrá FM Trölla í dag og það eru Palli og Helga sem senda þáttinn út í stúdíói III í Noregi.
Þema dagsins er ferðalag. Myndin við fréttina er ekki sú allra besta en samt alveg nógu góð.
Helga og Palli elska að ferðast og því gæti þetta þema verið mikið oftar.
Alveg ótrúlegur fjöldi laga er til, bæði íslensk og erlend, sem fjalla um einhverskonar ferðalag og verður eitthvað af þeim spilað í þættinum.
Juha er hefur sent lag í tónlistarhorn Juha. Það verður spilað í þættinum.
Kíkt verður á fréttir á trölli.is og allskonar gagnlausar staðreyndir verða skoðaðar.
Hægt verður að hringja inn í þáttinn í síma 5800 580.
Þátturinn á annars að vera heimilislegur og skemmtilegur og munu þáttarstjórnendur reyna að gera sitt besta til að framfylgja því.
Hlustið á Gestaherbergið á FM Trölla og á trölli.is klukkan 17:00 til 19:00 í dag.
Það er svo gott með kvöldverkunum.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.