“Tíminn líður áfram og hann teymir mig á eftir sér…” segir í textanum og það er víst raunin. Tíminn er eitthvað sem við flest öllum ráðum ekki við að stjórna.

En í Gestaherberginu í dag ætla gestgjafarnir heldur ekkert að reyna að stjórna tímanum. Þau ætla frekar að stjórna þættinum og spila lög sem tengjast tímanum. Sem sagt tímaþema í dag.

Hægt verður að hringja inn í þáttinn í síma 5800 580 og biðja um óskalög, Tónlistarhorn Juha verður á sínum stað og áhættulagið verður leikið.

Ekki gleyma að hlusta á Gestaherbergið kl 17:00 til 19:00 í dag á FM Trölla og trolli.is.