Fimmtudaginn 1. ágúst kl. 18 komu Siglfirðingar, gestir og gangandi saman á skólabalanum og grilluðu. Segja má að þar með hafi fjölskylduhátíðin Síldarævintýrið á Siglufirði 2024 hafist með glæsibrag.
Vegleg dagskrá er um helgina sem sjá má: HÉR
Andri Hrannar Einarsson lét ekki gott grillpartý fram hjá sér fara og tók þessar skemmtilegu stemmingsmyndir við það tækifæri. Eins og myndirnar bera með sér var fjöldi manns samankomin og nutu góðra veitinga í boði Sildarævintýris.