Fjölmennt var á opnum fundi Skipulags og framkvæmdasviðs Fjallabyggðar sem haldinn var í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði í gær. Þar var farið yfir helstu framkvæmdir og viðhaldsverkefni sem áætlað er að ráðist verði í á árinu 2026. Þetta kemur fram á fjallabyggd.is.
Fundurinn var opinn öllum áhugasömum og voru verktakar sérstaklega hvattir til að mæta. Að sögn sveitarfélagsins var mæting góð og sýndi það mikinn áhuga á þeim verkefnum sem fram undan eru.
Á fundinum var farið yfir fjölmörg verkefni sem eru á teikniborðinu bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Undirbúningur fyrir mörg þeirra er þegar hafinn, þannig að hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir um leið og veður og aðstæður leyfa.
Markmið fundarins var að veita yfirsýn yfir komandi verkefni, miðla upplýsingum og skapa vettvang fyrir samtal við verktaka og íbúa um þau áform sem liggja fyrir á næsta ári.
Mynd: fjallabyggd.is



