Lögð var fram á 295. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag kirkjugarðsins við Saurbæjarás.

Tæknideild er falið að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Í fylgiskjali segir meðal annars.

Landnýting og rýmisþörf garðsins

Núverandi garður hefur verið í notkun s.l. 35 ár og hefur verið útvíkkaður smá saman í takt við þörf (mynd 4). Íbúafjöldi hefur á þessu tímabili dregist saman en spár gera ráð fyrir fjölgun íbúa á gildistíma núgildandi aðalskipulags (2022-2032). Árleg þörf nýrra grafreita hefur s.l. ár verið um 20.

Með aðkomusvæðum mælist núverandi garðsvæði um 1,3 ha. Grafartæk svæði eru ríflega 0,2 ha, stígar og bílastæði 0,5 ha og 0,6 ha fara undir grasfláa (landmótun), gróðursvæði, þjónustu og svæði fyrir afvötnun. Þessi hlutföll gefa vísbendingu um viðbótar landnýtingu og rýmisþörf.

Eðli málsins samkvæmt fer töluvert landrými í brekkur / fláa þegar land er stallað fyrir grafreiti stóra og smáa ásamt stígum og tilheyrandi. Grafarsvæði þarf ekki endilega að vera flatt en tryggja þarf gott aðgengi fyrir alla gesti og þá sem sinna umhirðu svæðisins. Kistugrafir eru algengasta fyrirkomulag greftrunar í núverandi garði og samkvæmt skipulagi ætti að vera mögulegt að koma fyrir um 600 kistugröfum á þessu árabili.

Þessu til viðbótar er svæði fyrir allt að 60 duftker í núverandi garði en mun minni nýting er á þeim reit enn sem komið er. Líkbrennsla sem einungis er til staðar í Fossvogi í Reykjavík skýrir þessa stöðu að mestu. Talið er að þessi hlutföll geti snúist á komandi árum þegar / ef líkbrennsla hefst utan höfuðborgarsvæðisins t.d. á Akureyri. Þá er að eiga sér stað ákveðin umræða / nýsköpun varðandi fyrirkomulag greftrunar sem leitt getur til fjölþættari umgjarðar fyrir þennan málaflokk.

Sjá nánar: HÉR