Í dag föstudaginn 3. apríl hefst heimsendingaþjónusta Vídeóvals á Siglufirði, fyrir þá sem versla fyrir 2000 kr. eða meira.

Vídeóval hefur lokað fyrir hefðbundna þjónustu vegna Covid-19 og bjóða því upp á heimsendingu frá og með deginum í dag.

Tekið verður á móti pöntunum á milli kl. 20:00 – 21:00 og þeim vörunum keyrt út samdægurs, frá 20:30 – 21:30.

Einungis er hægt að símgreiða fyrir vörurnar.

Pöntunarsími: 848 7443