Siglufjarðarvegur er ófær vegna veðurs og snjóflóðahættu. Forsíðumyndin er frá því í gærkvöldi, þegar Halldór Ginnar Hálfdánarson og Sigtryggur Kristjánsson lokuðu veginum.

Á Siglufirði er vetrarveður, snjókona og frost.

Siglufjörður 13. janúar 2020.


Í dag gengur í norðaustan 20-28 m/s síðdegis, en hægari norðaustantil á landinu. Skafrenningur um allt land og víða él en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Heldur hægari eftir hádegi á morgun. Þurrt um landið suðvestanvert, rigning á Austfjörðum, en slydda eða snjókoma norðantil. Vægt frost, en hiti um og yfir frostmarki á morgun.

Forsíðumynd: Halldór Gunnar Hálfdánsson