Neytendastofu bárust ábendingar þar sem kvartað var yfir því að kaffivélar hafi ekki verið seldar á því verði sem var tilgreint sem fyrra verð á raftækjadögum Byggt og búið. Í svörum Byggt og búið kom fram að vegna mikilla gengisbreytinga hafi félagið þurft að hækka verð.

Í ákvörðun Neytendastofu er um það fjallað að skylda til að sanna að vara sem boðin er á lækkuðu verði hafi áður verið seld á tilgreindu fyrra verði á alltaf við, sama hver ástæða verðhækkunar á undan verðlækkun er. Byggt og búið gat ekki sýnt fram á að kaffivélarnar hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði áður en verð var lækkað. Því var verðlækkunin ekki raunveruleg.

Ákvörðunina má nálgast hér.