Áætlað er að taka upp Ófærð 3 að hluta til á Siglufirði í september og október.

Von er á að hér verði 60 – 80 manns við tökurnar sem áætlað er að ljúki í kringum 9. október.

Miklar ráðstafanir verða varðandi Covid-19, “Covid Safety supervisor” verður á setti alla daga, starfsfólk sem starfar við smink og búninga verður alltaf með grímur og tökulið líka þegar aðstæður eru þröngar. Allir hitamældir þegar komið er inn á sett.

Vel hefur gengið að fá húsnæði fyrir hópinn sem dvelur í húsum víðsvegar um bæinn og á hótelum.

Einnig er áætlað að taka upp senur í Sundlaug Siglufjarðar og verður laugin lokuð á meðan, líkamsrækt og íþróttahús verður opið og gengið inn í íþróttahús að vestan. Tökur eru fyrirhugaðar 24. september en tímasetning gæti hnikast til um einhverja daga.

Eins og áður hafa heimamenn og fyrirtækjaeigendur sem koma að þessu verkefni tekið vel í það.