Laugardaginn 19. september frá kl. 11:00-11:45 verður haldin dorgveiðikeppni á Hafnarbryggjunni á Siglufirði fyrir börn 13 ára og yngri.
Keppnin hefst stundvíslega kl. 11:00 og lýkur kl. 11:45.

Forráðamenn eru hvattir til að koma og aðstoða börnin sín.

Keppendur mæta með eigin veiðistangir, þeir sem eiga björgunarvesti eru hvattir til að mæta í þeim en annars er hægt að fá vesti að láni.

Fjallabyggðameistarakeppni í dorgveiði er liður þriggja nema í Háskólanum á Hólum.

Þessi viðburður er haldinn af þremur nemum sem stunda nám í Háskólanum á Hólum og er þetta liður í áfanganum Viðburðarstjórnun.

Skráning á viðburðinn fer fram á facebook