Á 114. fundi Hafnarstjórnar Fjallabyggðar lagði hafnarstjóri fram og kynnti aflatölur til og með 27. ágúst 2020, með samanburði við fyrra ár.

Á Siglufirði hefur verið landað 10.713 tonnum í 1.313 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 12.261 tonnum í 1.255 löndunum.

Á Ólafsfirði hefur verið landað 310 tonnum í 222 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 276 tonnum í 311 löndunum.