Veðurstofan hefur hækkað viðvörunarstig vegna hríðarveðurs úr gulu í appelsínugult fyrir tvö spásvæði, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi.

Appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi kl. 20, annað kvöld. Eins hefur verið gefin út gul viðvörun vegna hvassviðris fyrir Suðausturland. Hún tekur gildi kl. 18 á morgun, fimmtudag.

Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám: https://www.vedur.is/vidvaranir