Undanfarið hafa útsendingar FM Trölla legið niðri í Eyjafirði vegna bilunar sem varð þegar miklar rafmagnstruflanir áttu sér stað í Hrísey, þar sem sendir FM Trölla fyrir Eyjafjörð er staðsettur.

Viðgerð er nú lokið og ætti FM Trölli að nást vel um norðanverðan Eyjafjörð og á stöku stað á Akureyri.