Skráning stendur yfir í hið geysi vinsæla golfmót Siglfirðinga sem fram fer á Akranesi laugardaginn 24. ágúst næstkomandi.
Frekari upplýsingar verða settar inn á facebooksíðu Siglfirðingagolfs eftir því sem þarf. Fylgist því með.
Skilyrði fyrir þátttöku er að vera Siglfirðingur að ætt og uppruna, vera giftur einum slíkum eða eiga önnur sterk tengsl við fjörðinn fagra.
Keppnisfyrirkomulag: punktakeppni og vegleg verðlaun að vanda í karla- og kvennaflokki. Að auki er sigur í höggleik og hlýtur sá aðili nafnbótina Siglfirðingameistari.
Aðeins þeir sem eru í klúbbi með löglega forgjöf geta unnið til verðlauna, aðrir leika sem gestir en geta unnið sér inn aukaverðlaun. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Verði tveir einstaklingar jafnir í verðlaunasæti, þá sigrar sá sem er með fleiri punkta á seinni níu holunum. Séu þeir enn jafnir gilda síðustu 6 holurnar og þá síðustu 3 holurnar og þá 18. hola. Ef aðilar eru enn jafnir skal varpa hlutkesti.
Þátttökugjald er kr 7.500. sem greiðist við skráningu eða í klúbbhúsinu áður en leikur hefst.
Verðlauna afhending í golfskálanum að leik loknum.
Siglfirskir golfarar hér á landi eða út um allan heim mega hjálpa okkur að auglýsa mótið til vina og vandamanna, og þessa færslu með deilingu.
Þegar hafa 70 golfarar skráð sig til leiks, og eru nokkrir teigtímar inn á milli lausir, og bætt verður fram við ef þess gerist þörf, en minnt er á að mótsstjórn og klúbburinn áskilja sér rétt til að færa keppendur til til að þjappa saman og nýta teigtímana betur með að fylla hvern tíma.
Skráningu lýkur föstudaginn 23. ágúst kl 16.00
Þá er bara að vonast eftir Siglfirsku ljóma blíðu veðri fyrir Akranes þennan dag.