Golfmót Siglfirðinga fór fram síðasta laugardag á golfvellinum á Siglufirði. Þetta er í fyrsta skiptið sem mótið er haldið á Siglufirði en áður hafa verið haldin 9 mót sunnan heiða. Mótið að þessu sinni átti að vera fyrr í sumar en var frestað vegna veðurs.
Skilyrði fyrir þátttöku er að vera Siglfirðingur að ætt og uppruna, vera giftur einum slíkum eða eiga önnur sterk tengsl við fjörðinn fagra.
Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni og vegleg verðlaun að vanda í karla- og kvennaflokki. Að auki er sigur í höggleik og hlýtur sá aðili nafnbótina Siglfirðingameistari.
Um 30 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Fínasta golfveður var þennan dag og skemmtu allir sér hið besta. Að loknu móti fór fram verðlauna afhending og keppendur settust niður og fengu sér hamborgara með einhverju sem rennur með.
Úrslit mótsins voru þessi:
Karlaflokkur.
- Stefán G Aðalsteinsson á 41 punktum.
- Jóhann Már Sigurbjörnsson á 37 punktum
- Kári Arnar Kárason á 35 punktum
- Sindri Ólafsson á 34 punktum
- Grétar Bragi Hallgrímsson á 34 punktum
- Þorsteinn Jóhannsson á 32 punktum
- Óðinn Freyr Rögnvaldsson á 32 punktum
Í kvennaflokki voru úrslit þessi:
- Jóhanna Þorleifsdóttir á 34 punktum
- Ólína Þórey Guðjónsdóttir á 27 punktum
- Oddný Hervör Jóhannsdóttir á 26 punktum
- Ragnheiður H Ragnarsdóttir á 25 punktum
- Líney Rut Halldórsdóttir á 23 punktum
Í höggleik var Jóhann Már Sigurbjörnsson hlutskarpastur og er hann því hinn eini sanni Siglfirðinga golfmeistari 2019.
Nándarverðlaun hlutu: Ólafur Haukur Kárason, Kári Arnar Kárason, Jóhann Már Sigurbjörnsson og Grétar Bragi Hallgrímsson.
Í tilefni af mótinu í fyrsta skiptið á Siglufirði gáfu KLM verðlaunagripir veglega teiggjöf sem var merkt „ Birdípeli“ með skjaldamerki Siglufjarðar. Haft var á orði að verðlaun mótsins væru sérlega glæsileg – eins og venjulega.
Mótsnefndinni voru þökkuð góð og farsæl störf. Mótið verður haldið að ári og verður það 10. mótið.
Myndir: Kristján L Möller
Texti: aðsendur