Kalt hefur verið undanfarið á Norðurlandi og gránaði í fjöll á Tröllaskaga í nótt. Meðfylgjandi myndir voru teknar á miðnætti, mánaðarmótin júní – júlí á Siglufirði og var sumarnóttin ansi svöl.

Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands segir að í dag verði norðlæg átt 5-10 m/s. Léttir til á SV- og V-landi, en skúrir A-til fram eftir degi.

Norðvestan 8-15 á NA-horninu undir kvöld og rigning við ströndina. Hiti 5 til 15 stig að deginum, svalast á NA-landi.

Dregur smám saman úr vindi og úrkomu NA-til á morgun en áfram svalt í veðri. Annars breytileg átt 3-8 og að mestu bjart. Þykknar upp SV-lands síðdegis með rigningu seint annað kvöld. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast S- og V-lands.

Mynd tekin á miðnætti um mánaðarmótin júní – júlí