Út er komið lagið Evil með GREYSKIES.

GREYSKIES er listamannsnafn Steinars Baldurssonar sem er 25 ára lagahöfundur og pródúsent.

Evil verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá á sunnudögum kl. 13 – 15.

Greyskies

GREYSKIES gerði nýlega útgáfusamning við Öldu Music og hefur nú þegar gefið út lögin On The Run, Numb, Hurts So Bad, Rhoads og Eyes af 11 laga plötu sem kemur út seinna á þessu ári.

Platan er unnin í samstarfi við pródúsentinn Pálma Ragnar Ásgeirsson.

Flytjandi:: GREYSKIES
Heiti lags:: Evil
Útgefandi:: Alda Music ehf.
Höfundur lags og texta:: Steinar Baldursson

Evil á Spotify

Aðsent