“Göngu-bryggjur” finnst pistlahöfundi vera gott nafn á göngustígabryggjum sem ekki eru ætlaðar bátum.
Þær eru einungis gerðar til þess að auðvelda aðgang almennings á öllum aldri að fallegri strandnáttúru í Lysekil. Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu gegnum félagið “Vinir Lysekils” og fjármagnað með styrkjum frá bæjarfélaginu, fyrirtækjum og einstaklingum.
Þyrlufélagið HeliAir flýgur t.d. ókeypis með efnið út í klettana til sjálfboðaliðana sem margir hverjir eru eldhressir eldri borgarar og nokkrir af þeim eru þrælreyndir alvöru bryggjusmiðir.

Það er dásamleg upplifun að ganga þarna um og upplifa kyrrð og ró frá bílaumferð og öðrum bæjarhávaða, sjá merkilegan strandgróður, tré sem skjóta rótum í klettagjótum og granítkletta sem skipta litum í fallegri sjávarljósabirtu.

Það sem grípur líka alla sem ganga þarna er ekki bara kyrrðin og náttúrufegurðin, heldur líka hversu mikil völundarsmíði þessi göngubryggja er. Bryggjudekkið er fellt að klettunum með mikilli nákvæmni, beygur og bogar látnir fylgja formi náttúrunnar. Með jöfnu millibili hafa bryggjusmiðirnir gert skemmtilega bekki, borð og jafnvel sólstóla þar sem fólk getur notið sín allan daginn í hafslautaferð.

Aðgegnin er með eindæmum góð, allt aðlagað þannig að auðvelt er að fara um svæðið með jafnt hjólastóla, göngugrindur sem og barnavagna.

Umhverfið og útsýnið út í skerjagarðinn er svo fallegt að maður hættir að vilja flýta sér og ósjálfrátt byrjar maður að rólegheita bryggju-spássera og horfa á náttúruna og fallega báta eins og maður gerði í sunnudags bryggju göngutúrum heima á Sigló í denn..

ATH. Hægt er að skoða myndirnar einar og sér og stækka með því að smella á hvaða mynd sem er og þá er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka. En auðvitað er skemmtilegast að lesa myndaskýringartexta og aðrar sögur og útskýringar sem fylgja með.

Upplýsingaskilti frá félaginu “Vinir Lysekils” um Lönguvíkur göngubryggjuna sem var byggð í sjálfboðavinnu með drýgri hjálp frá ýmsum styrktaraðilum 2020-2021.
Eins og sjá má á myndinni hangir göngubryggjan sumstaðar í háum klettaveggjum.
Hér má sjá dæmi um aðra fræga “Göngu-bryggju”: STRANDPROMENADEN i Uddevalla

Þegar framkvæmdum líkur er ætlunin að almenningur getur gengið á smábátabryggjum og göngubryggjum nokkra kílómetra leið frá smábátahöfninni í Valbodalen (lengst upp í mynd) og notið útsýnis og útiveru alla leið að veitingasvæðinu í Norðurhöfninni. Mynd lánuð frá Goggle Maps.

SPÁSSERAÐ Á GÖNGUBRYGGJUM

Sjón er sögu ríkari…
… svo við látum bara ljósmyndirnar segja söguna.

Siglfirski pistlahöfundurinn var í góðum höndum og undir leiðsögn hjá Sigurbjörgu Þ Óskarsdóttur. Hún Sibba býr þarna rétt fyrir ofan og hún hefur fylgst vel með framkvæmdum með því að spásserar daglega í þessu fagra umhverfi.

Hún er fædd og uppalin í síldarbænum Seyðisfirði og þar af fædd með góðan bryggjugöngu vana.

Skemmtilegt skilti sem sýnir okkur hvað við sjáum úti í skerjagarðinum.

SMÁBÁTA HÖFNIN Í “LÖNGUVÍK” OG NÁGRENNI

Að lokum…
… DUGLEGIR GÖNGU-BRYGGJUSMIÐIR

Eins og sjá má á þessu upplýsingaskilti þá eru göngubryggjusmiðirnir flesti vanir menn á besta aldri og það er einnig vert að minna á aðrar framkvæmdir sem félagið Vinir Lysekil hafa staði að síðustu árin. Sjá lista yfir ýmisleg annað hér: “Saker som Lysekils vänner har gjort”

Höfundur og ljósmyndari:
Jón Ólafur Björgvinsson

Aðrar greinar með mögum fallegum ljósmyndum frá Lysekil og nágrenni:

Ferðasaga: Heimsókn til Hunnebostrand

OG

Sunnudagspistill: Falleg sögufræg kirkja (20 ljósmyndir)

Þakklætiskveðja til Sibbu vinkonu (Sigurbjargar Þ Óskarsdóttur) í Lysekil.

Aðrar áhugaverðar myndasyrpur sögur með mörgum minningum og myndum frá liðnum tíma:

SÍLDARDÓSASAFN Í GRÓÐRARSTÖÐ! 35 MYNDIR

ANLEGGIÐ! DULARFULL BRYGGJUEYJA OG FL. 30 MERKILEGAR MYNDIR

SIGLFIRSK FARARTÆKI OG ÝMIS SKRAPATÓL. 1 og 2 HLUTI. 130 MYNDIR

BASSI MÖLLER. MINNING UM MANN. 25 MYNDIR

HEIMSFRÆGAR SKÚTUR OG MYNDAALBÚM SÆNSKRA SÍLDVEIÐIMANNA. 50 MYNDIR

MINNINGAMYNDASAGAN SEM ALÞÝÐA ÍSLANDS SAFNAR OG SMÍÐAR

SIGLÓ SÍLD! ÚR MYNDASAFNI BJÖRGVINS VERKSTJÓRA. 60 MYNDIR

ÖRSÖGUR ÚR MYNDAALBÚMI ÁSTVALDS (50 MYNDIR)

HRÍMNIR H/F. SÍLDARTUNNUR UPPÁ ÞAKI OG SUNDLAUG Í KJALLARANUM. 35 MYNDIR

PÓLITÍSKT UPPELDI Í SÍLDARLAUSUM SÍLDARBÆ. 50 MYNDASYRPUSAGA

HAFÖRNINN! EIGIN HEIMUR OG ÓVÆNT HEIMSÓKN. 70 MYNDIR.

RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG NÚ… 1 HLUTI og 2 hluti 100 MYNDA-SYRPUSAGA

MYNDASYRPUSAGA: SIGLUFJARÐAR – LJÓSMYNDARINN HANNES BALD. FYRRI OG SEINNI HLUTI (100 MYNDIR)

GRÍMUBÚNINGAR & LJÓSMYNDASTOFA SIGLUFJARÐAR / MYNDASYRPUSAGA

KAÐLA OG KLIFUR ÆVINTÝRA MYNDASYRPUSAGA

JÓLASVEINNINN Í KJÖTBÚÐINNI ER AFI MINN

HRUN OG BRUNI – MYNDASYRPUSAGA

SUNNUDAGUR Í ZÍON OG FL. SKEMMTILEGT!

MEISTARI HLÖÐVER! GEFÐU OKKUR FRÍ. “MYNDASYRPA”

HORFIN ÆVINTÝRAHEIMUR: SKOGER, EVANGER, TORDENSKJOLD… OG ÉG! 1 og 2 HLUTI

HEBBI MÁLARI OG NORRÆN SÍLDARSÖGU VINÁTTA. 1 – 4 HLUTI.

MYNDASYRPA: SIGLUFJÖRÐUR UM 1960

FURÐULEGAR GÖTUR 1 – 4 HLUTI

100 ára afmæli! Göngutúr um heimahaga, 7 hluti, SIGLFIRSKT ! 80 myndir