Slökkvilið Fjallabyggðar fékk í gærkvöldi tilkynningu um að eldur logaði í grillhyttunni í Hvanneyrarskál ofan Siglufjarðar.

Ljóst var í upphafi að vatnsöflun yrði erfið og aðkoma dælubíla útilokuð.

Tekin var ákvörðun um að ferja slökkviliðsmenn og búnað á staðinn með mannskapsbifreið slökkviliðsins.

Snör viðbrögð tilkynnanda og slökkviliðs náðist fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Skemmdir á húsinu eru allnokkrar.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur með höndum rannsókn á upptökum eldsins.

Hafa staðið í stórræðum við að byggja Grill bálhyttu í Hvanneyraskál
Mynd/Helena Dýrfjörð

Forsíðumynd/Slökkvilið Fjallabyggðar
Mynd í frétt/Helena Dýrfjörð