Slökkvilið Fjallabyggðar heimsótti nemendur í 3. bekk grunnskólans í gærmorgun og er það hluti af árlegu eldvarnarátaki slökkviliða í landinu.
Börnin fengu að kynnast sögunni um Loga og Glóð og erkióvin þeirra Brennuvarginn.
Þá var farið yfir hvaða brunavarnir þurfa að vera til staðar á hverju heimili.
Mynd/Slökkvilið Fjallabyggðar