Þátturinn Tónlistin verður á sínum stað í dag, sunnudaginn 20. janúar klukkan 15-16.

Ný lög, eldri lög, gömul lög… einhvern veginn svona verður dagskrá þáttarins í dag.

Bryan Adams og Stereophonics voru að gefa út ný lög. Einnig Friðrik Dór, Árný Margrét og Franz Ferdinand.
Svo var Mundih, sem heitir í raun Guðmundur Helgason, að fikta í tölvunni sinni og einhverjum græjum tengdum við hana og úr varð lagið Timelapse. Við munum heyra þessi lög ásamt mörgum öðrum nýjum.

Ekki gleyma að hlusta á þáttinn Tónlistin klukkan 15 í dag á FM Trölla og trölli.is

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is