Nú í aðdraganda Hvítasunnuhelgarinnar vill lögreglan á Norðurlandi eystra vekja sérstaka athygli á því að framan af laugardeginum hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir ýmis landsvæði, þ.a.m. Norðurland eystra. Varðar það bæði vind og mögulega snjókomu á fjallvegum með lélegu skyggni.
Hvetjum við ykkur öll sem hyggið á ferðalög að fylgjast vel með stöðunni hverju sinni, þá ekki síst þá sem eru með einhverskonar aftaní vagna, s.s. hjólhýsi.
Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.vedur.is og www.umferd.is