Gul­ar veðurviðvar­an­ir eru nú í gildi á Vest­fjörðum, Strönd­um og Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og miðhá­lend­inu vegna krappr­ar lægðar og hríðarveðurs sem geng­ur yfir landið. V

erða viðvar­an­ir í gildi fram til klukk­an tíu á Vest­fjörðum, Strönd­um og Norður­landi vestra, en áfram á Norður­landi eystra og miðhá­lend­inu fram yfir há­degi. 

Við Hvarf er vax­andi lægðardrag, sem hreyf­ist all­hratt norðaust­ur, en vegna þess hlýn­ar smám sam­an og fer að rigna um há­degi, fyrst syðst. Bæt­ir síðan frek­ar í vind og úr­komu í kvöld, en helst þurrt að mestu á Aust­ur­landi í dag.

Lægðin, frá deg­in­um í dag, sest að á Græn­land­hafi og viðheld­ur strekk­ings eða all­hvassri suðvestanátt með élj­um á morg­un, en held­ur hæg­ara og áfram bjartviðri norðaust­an til. Hvess­ir síðan held­ur annað kvöld. Hiti víða nærri frost­marki.

Veður­horf­ur á land­inu næstu daga

Á mánu­dag:
Vest­an og suðvest­an 15-23 m/​s um morg­un­inn og él, en dreg­ur síðan tals­vert úr vindi. Hiti ná­lægt frost­marki. Hægt vax­andi suðaustanátt síðdeg­is með snjó­komu eða slyddu, og síðar rign­ingu sunn­an til, en úr­komu­lítið norðan­lands fram á kvöld. Hlýn­ar smám sam­an.

Á þriðju­dag:
Snýst í suðvest­an 13-20 og kóln­ar með élj­um, en stytt­ir upp á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi. Hiti ná­lægt frost­marki síðdeg­is og dreg­ur þá úr vindi.