Gular veðurviðvaranir eru nú í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og miðhálendinu vegna krapprar lægðar og hríðarveðurs sem gengur yfir landið. V
erða viðvaranir í gildi fram til klukkan tíu á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, en áfram á Norðurlandi eystra og miðhálendinu fram yfir hádegi.
Við Hvarf er vaxandi lægðardrag, sem hreyfist allhratt norðaustur, en vegna þess hlýnar smám saman og fer að rigna um hádegi, fyrst syðst. Bætir síðan frekar í vind og úrkomu í kvöld, en helst þurrt að mestu á Austurlandi í dag.
Lægðin, frá deginum í dag, sest að á Grænlandhafi og viðheldur strekkings eða allhvassri suðvestanátt með éljum á morgun, en heldur hægara og áfram bjartviðri norðaustan til. Hvessir síðan heldur annað kvöld. Hiti víða nærri frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Vestan og suðvestan 15-23 m/s um morguninn og él, en dregur síðan talsvert úr vindi. Hiti nálægt frostmarki. Hægt vaxandi suðaustanátt síðdegis með snjókomu eða slyddu, og síðar rigningu sunnan til, en úrkomulítið norðanlands fram á kvöld. Hlýnar smám saman.
Á þriðjudag:
Snýst í suðvestan 13-20 og kólnar með éljum, en styttir upp á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti nálægt frostmarki síðdegis og dregur þá úr vindi.