Veður­stofa Íslands hef­ur gefið út app­el­sínu­gul­ar og gul­ar viðvar­an­ir víða um land og eru veg­far­end­ur beðnir um að kynna sér aðstæður áður en þeir leggja af stað.

Þæfingur er á Siglufjarðarvegi og á Eyjafjarðarbraut en Snjóþekja, hálka eða hálkublettir og snjókoma eru víðast hvar á vegum. Mokstur er byrjaður á Öxnadalsheiði og ætti að draga til tíðinda á næsta klukkutíma.

Víkurskarð er lokað. Lokað er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði og koma næstu uppl. Kl 13:00. Þæfingur, snjóþekja eða hálka er víðast hvar á vegum og töluverður skafrenningur. Ófært er á Hófaskarði og Hólaheiði. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofunni er í gildi á svæðinu.

Mynd/Veðurstofa Íslands