Í ár er sérstök áhersla lögð á eldra fólk í tengslum við vitundarátakið Gulur september. Í því felst meðal annars boð um fræðsluerindi og hreyfingu.
Sálfræðingafélagið stendur fyrir rafrænum hádegisfyrirlestrum á hverjum föstudegi í september.
Fyrsti fyrirlesturinn verður 5. september og ber yfirskriftina Að styðja við góða líðan á eftirlaunaaldri. Fyrirlesari er Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur hjá HSN/HRN.
Nánari upplýsingar má finna: HÉR
Mynd/gulurseptember.is