Blika.is hefur birt helgarveðrið. Landsmenn allir ættu að una vel við sinn hag ef marka má spána, brakandi blíða um allt land.
Föstudagur:
Hæglætisveður um land allt. Þurrt og víða sólríkt eða slæður af hærri skýjum. Norðanlands frá Tjörnesi og austur með suður að Hornafirði er spáð þoku við sjóinn. Hiti allt að 18 til 20 stig til landsins og milt yfir nóttina.
Laugardagur:
Mjög svipað veður. Skýjabakki norðavestantil, en án úrkomu. Þoka við norðurströndina og einnig inn á Húnaflóa ef af líkum lætur. Sólríkt til landsins, en meiri raki, næturþoka eða áfall á grasi.
Sunnudagur:
Enn er að sjá hægan vind eða austan golu. Hvað hlýjast norðan- og vestantil, allt að 16 til 20 stig yfir daginn. Teikn um að meira verði skýjað sunnan- og suðaustanlands, en annars óvissa með skýjafarið. Hins vegar nánast alveg þurrt.
Mánudagur:
Engar markverðar breytingar.
Eftir helgina snýst frekar til NA-áttar og kólnar þá norðanlands og á Vestfjörðum.
*******
Út frá mælikvarðar meðalskekkju loftþrýstings teljast reikningar í spánum vera nokkuð áreiðanlegir allt að 9 daga fram í tímann eða til miðvikudaginn 7. ágúst.