Á 671 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi Jóns Garðars Steingrímssonar fh. Skíðafélags Siglufjarðar – Skíðaborg (SSS), er varðar áhyggjur skíðafélagsins af þeirri óvissu sem virðist ríkja um verklok framkvæmda á Skíðasvæðinu í Skarðsdal, sér í lagi vegna snjóflóðahættu sem SSS telur að skaði ímynd skíðasvæðisins og þróun gestafjölda.

Þá óskar SSS eftir upplýsingum um stöðu og áætluð verklok vegaframkvæmda, ásamt nauðsynlegum breytingum á lyftum og lyftuhúsum, lýsingu og skíðaskála.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindið á stjórn Leyningsáss ses., enda ber stofnunin ábyrgð á uppbyggingu og rekstri skíðasvæðisins.

Skjáskot/Fjallabyggð