Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út lista fyrir skömmu varðandi fjölda í sóttkví og einangrun í umdæminu. Í þeim lista sést að enginn er í sóttkví eða einangrun í Fjallabyggð.

Skjáskot/Lögreglan á Norðurlandi eystra

Lögreglan vil einnig árétta að allir hugi vel að persónulegum sóttvörnum.

Alls eru 87 manns í sóttkví á Norðurlandi eystra og 18 manns smitaðir af Covid-19 .

Á Norðurlandi vestra eru 2 í sóttkví og 1 í einangrun.