Á Frétta- og fræðslusíða UÍF segir frá því að um þessar mundir er tíu manna hópur ungmenna úr landsliði Íslands í alpagreinum statt í Austurríki til æfinga.

Í hópnum eru þrjú ungmenni frá Skíðafélagi Siglufjarðar, þau Amalía Þórarinsdóttir, Andri Snær Elefsen og Halldóra Helga Sindradóttir.

Æfingum stýrir landsliðsþjálfarinn Grímur Rúnarsson og honum til aðstoðar eru tveir þjálfarar.

Veður hefur verið af ýmsu tagi en sólin lætur sjá sig reglulega. Æfingasvæðið er í um 3000 metra hæð og taka þarf þrjá kláfa til að komast þangað upp.

Æft er alla daga, skíðað frá morgni fram á miðjan dag og svo þrekæfingar seinni partinn. 

Siglfirski hópurinn

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

 

Myndir af Frétta- og fræðslusíða UÍF