Klukkan 13:00 til 14:00 verður þátturinn Tónlistin á dagskrá FM Trölla sendur út í beinni útsendingu frá hljóðveri III í Moss, Noregi.
Palli spilar eitthvað af þeim lögum sem voru gefin út í seinustu viku, bæði íslensk og erlend.

Einn af þeim flytjendum sem gáfu út tónlist í nýliðinni viku er Mundih, heitir fullu nafni Guðmundur Helgason. Guðmundur gaf út 5 laga plötu á föstudaginn var.

Platan ber nafnið Butterfly og verður spiluð í heild sinni með kynningum Guðmundar á hverju lagi.

Á Facebooksíðu Guðmundar, Mundih Music, er hægt að sjá og heyra Guðmund kynna plötuna sína í stuttu máli á ensku. Endilega kynnið ykkur það.
Platan Butterfly er aðgengileg á flestum tónlistarveitum heimsins, sem og öll hin lögin í þættinum.

Missið ekki af glænýrri tónlist í þættinum Tónlistin á FM Trölla FM 103,7 og á trölli.is klukkan 13.00 til 14:00 í dag.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com